Opti Speedrunner – Aurora Turquoise

> Stórglæsilegt tvíhenduhjól
> Hentar tvíhendum í línuþyngdum #6–8
> Létt og meðfærilegt þrátt fyrir öfluga byggingu
> Þyngd aðeins 245 gr.

94.900kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Það er vart hægt að finna fallegra tvíhenduhjól en Loop Opti Speedrunner, sem nú er fáanlegt í ferskum lit Aurora Turquoise. Með stílhreinu og afgerandi útliti vekur hjólið strax athygli, en það stendur einnig jafnfætis bestu hjólum heims þegar kemur að afköstum. Stórt þvermálið tryggir hraða og örugga línuinntöku og gerir veiðina að einstökum leik þegar glímt er við kraftmikinn lax.

Speedrunner er hannað fyrir tvíhendur í línuþyngdum #6–8 og vegur aðeins 245 grömm. Þannig sameinar það léttleika, afl og fegurð í einu. Það er frábær félagi í alla laxveiði þar sem áreiðanleiki og jafnvægi skipta sköpum.

Eins og öll Opti-hjólin er Speedrunner breiðkjarna með einkennandi V-laga spólu. Þessi hönnun gerir veiðimanni kleift að draga inn slaka hratt og örugglega, tryggir jafnari legu línunnar og dregur úr líkum á línuminni – forskot sem veiðimenn finna strax í notkun.

Í hjólinu er Power Matrix Drag System, sem er eitt það öflugasta sem völ er á í fluguhjólum. Bremsan er mjúk og jöfn í átaki, fullkomlega stillanleg og algjörlega lokuð gegn vatni og tæringu. Hjólið er smíðað úr hágæða áli með ryðfríum og sérmeðhöndluðum hlutum sem auka styrk og tryggja langa endingu.

Loop Opti Speedrunner er hluti af söluhæstu hjólunum frá Loop á Íslandi, þar sem stílhreint útlit og traust gæði sameinast í hjóli sem stenst tímans tönn.