Loop Opti Runner er eitt mest selda fluguhjólið frá Loop og nú fáanlegt í hinum djúpa og stílhreina fjólubláa lit (Twilight Violet). Hjólið er með tiltölulega mikið þvermál sem gefur því bæði kraftmikið yfirbragð og tryggir skilvirka línuinntöku sem margir veiðimenn kunna vel að meta. Runner hentar á einhendur í línuþyngd #7–9, en nýtur sín einnig sérstaklega vel á switch-stöngum þar sem jafnvægi og fjölhæfni skipta sköpum. Það er aðeins 235 grömmum að þyngd og sameinar styrk og léttleika á einstakan hátt.
Opti-hjólin frá Loop hafa sannað sig í gegnum áratugi sem áreiðanleg og endingargóð. Runner er breiðkjarna hjól með einkennandi V-laga spólu sem gerir veiðimanni kleift að draga inn slaka hratt og örugglega. V-laga hönnunin tryggir jafnari legu línunnar og dregur úr hættu á línuminni – forskot sem veiðimenn finna strax í notkun.
Í hjólinu er Power Matrix Drag System, eitt það öflugasta sem völ er á í fluguhjólum. Bremsan er mjúk og jöfn í átaki, fullkomlega stillanleg og lokuð gegn vatni og tæringu. Hjólið er smíðað úr hágæða áli með ryðfríum og sérmeðhöndluðum hlutum sem auka styrk og tryggja langa endingu.
Loop Opti Runner hefur áunnið sér sess sem eitt söluhæsta hjólið frá Loop á Íslandi. Í Twilight Violet búningnum kemur það fram í nýju og glæsilegu útliti, en heldur öllum þeim eiginleikum sem hafa gert það að uppáhaldi veiðimanna um árabil.