Loop Opti Gyre

> Hentar tvíhendum í línuþyngdum #8-11
> Fer best með 13-15 feta stöngum
> Rúmar mjög langa undirlínu og svera skothausa
> Vegur 285 gr.

102.900kr.

Vara uppseld

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Loop Opti hjólin eru án efa ein bestu fluguveiðihjólin á markaðnum.

Hjólin eru öll breiðkjarna (e. large arbor) en séreinkenni Loop Opti er V-laga hönnun spólunnar. Uppbygging hjólsins gerir veiðimönnum kleift að ná inn slaka flugulínunnar hratt og örugglega en slíkur eiginleiki nýtist laxveiðimönnum sérstaklega vel. V-laga hönnunin skilar því umfram hefðbundin hjóllínan leggst betur þegar hún er spóluð inn auk þess sem dregið er úr minni línunnar.

Opti hjólin eru öll með ,,Power Matrix Drag System“ sem er einn áreiðanlegasti bremsubúnaður sem fyrir finnst í veiðihjólum. Bremsukerfið tryggir jafnt áreynslulaust átak og veitir þannig veiðimanni mikið forskot. Búnaðurinn er algjörlega lokaður og vatnsheldur. Hjólin og spólurnar eru framleidd úr renndu áli en aðrir hlutir eru úr ryðfríu stáli og sérmeðhöndluðu áli.

Loop Opti eru söluhæsta Loop hjólið á Íslandi enda stílhreint útlit þess heillandi og gæðin mikil. Loop Opti eru fáanleg í mörgum stærðum, fyrir einhendur, switch-stangir og tvíhendur.