Þetta grænleita Loop Opti Rapid (Aurora Turquoise) er fluguhjól sem hannað er til að mæta fjölbreyttum aðstæðum í veiðinni. Það nýtur sín jafnt í bleikju- og urriðaveiði sem og í baráttunni við sjóbirting og lax. Hjólið er sérstaklega hentugt á einhendur í línuþyngd #6–8 en smellpassar einnig á léttar switch-stangir. Þrátt fyrir mikinn styrk vegur það aðeins 210 grömm, sem tryggir jafnvægi og stöðugleika í allri notkun.
Opti-hjólin frá Loop hafa sannað sig í áratugi sem ein áreiðanlegustu fluguhjól á markaðnum. Rapid er breiðkjarna hjól með einkennandi V-laga spólu sem gerir veiðimanni kleift að ná inn slaka hratt og örugglega. V-laga hönnunin tryggir jafnari legu línunnar og dregur úr hættu á línuminni, sem veitir skýran kost í samanburði við mörg önnur hjól.
Í hjólinu er Power Matrix Drag System, eitt öflugasta og endingarbesta bremsukerfi sem völ er á í fluguhjólum. Bremsan er mjúk og jöfn í átaki, fullkomlega stillanleg og algjörlega lokuð gegn vatni og tæringu. Hjólið er unnið úr hágæða áli með ryðfríum og sérmeðhöndluðum hlutum sem tryggja styrk og langa endingu.
Loop Opti hefur áunnið sér sess sem söluhæsta hjólið frá Loop á Íslandi. Stílhreint útlit Rapid-hjólsins, ásamt áreiðanlegum gæðum og fjölhæfni, gerir það að vinsælu vali veiðimanna sem vilja eitt hjól til að leysa úr sem flestum verkefnum við ár og vötn.