Morsetto Airone Ferðahnýtingaþvinga

Þetta er einstaklega handhæg hnýtingaþvinga frá Stonfo og hentar vel til ferðalaga. Morsetto Airone hnýtingaþvinguna má leggja saman þannig að hún fellur vel inn í boxið sem fylgir henni. Það er einungis 15 x 10 x 2 cm í ummál. Þvinguna þarf ekki að losa í sundur áður en hún er lögð í boxið.

29.995kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Þetta er einstaklega handhæg hnýtingaþvinga frá Stonfo og hentar vel til ferðalaga. Morsetto Airone hnýtingaþvinguna má leggja saman þannig að hún fellur vel inn í boxið sem fylgir henni. Það er einungis 15 x 10 x 2 cm í ummál. Þvinguna þarf ekki að losa í sundur áður en hún er lögð í boxið. Hegrinn (airone) er fiskinn og þvingan, sem nefnd er eftir honum, er fyrir flugur sem veiða.

Hausinn á þvingunni er stillanlegur. Hann snýst í 360 gráður. Þvinguna má hækka og lækka eftir óskum. Unnt er að stilla snúninginn og gera hann stífari eða festa hausinn í ákveðinni stöðu. Þvingan hentar bæði rétthentum og örvhentum hnýturum. Leiðbeiningablað fylgir þvingunni og sexkantslykill.