Stalo veiðijakkinn er hannaður frá grunni af veiðikonum en hugmyndir um gott útlit og notagildi höfðu forgang í þeirri vinnu. Jakkinn er afar hlýr og með sérstaklega góða öndunareiginleika. Hann er tilvalinn í mikla hreyfingu. Tvöfalt lag af ofnu pólýester og pólýetylen veita ótrúlega teygju. Ermarnar, sem eru fóðraðar með Sympatex filmu og útbúnar með gúmmí stormlokum, eru 100% vatnsheldar og halda úlnliðunum þurrum í góðri veiði þar sem hverjum fiskinum á fætur öðrum er sleppt.
Stalo-jakkinn er mjög fjölhæfur. Hann andar og er nægilega léttur í langa gönguferð en samt hlýr og vindheldur þegar kalt er í veðri. Ytra byrði úr nælon er slitsterkt. Vatnsheldur YKK rennilás heldur inni hita. Teygjubönd á hettu og ermum láta jakkann falla vel að. Tveir brjóstvasar með rennilás og hliðarvasar til þess að verma hendur bjóða upp á nægt geymslurými fyrir flugubox og aðra hluti.
Stalo-jakkinn er góður ytri fatnaður vor, sumar og haust. Jakkinn er einnig gott miðlag þegar veður versna. Sympatex inni í ermum og stormlokur eru frábærar fyrir leiðsögumenn sem þurfa að dýfa hendinni oftsinnis á dag í kalt vatn til þess að sleppa fiski.
SYMPATEX® TÆKNIN
Þeir sem elska útiveru gera miklar kröfur til útivistarfatnaðar. Hann þarf að halda mönnum þurrum en á sama tíma halda á mönnum mátulegum hita hvernig sem viðrar og hversu mikið sem kappið er. Sympatex Techonologies hefur verið leiðandi birgi á heimsvísu á tæknilausnum í efni til yfirhafna, skófatnaðar og öryggisfatnaðar frá árinu 1986.
ÞÆGINDI OG ÁREIÐANLEIKI
Við sem búum á norðurslóðum hugsum daglega um verðrið og hvernig við skulum klæða okkur eftir aðstæðum. Það getur því skipt miklu máli að velja fatnað sem treysta má á. Hjá Loop starfar hópur veiðimanna og vöruhönnuða sem sjá til þess að fatnaður fyrirtækisins standist allar þær kröfur sem ætlast má til. Ný vörulína Loop í fatnaði til útivistar og veiði mætir þörfum veiðimanna, sem jafnan þurfa að vera við öllu búnir, sér í lagi þegar íslensk veðrátta er annars vegar.