Loop Onka PrimaLoft Jakki (Dömu)

Onka-kvenjakkinn er hlýr, vindheldur og hrindir frá sér vatni. Hann hlýjastur af jökkunum í Loop Outdoor vörulínunni. Þetta er endingargóður jakki, til margra hluta nytsamlegur, hvort sem er til fjallgöngu eða stangveiði.

54.900kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Onka-kvenjakkinn er hlýr, vindheldur og hrindir frá sér vatni. Hann hlýjastur af jökkunum í Loop Outdoor vörulínunni. Þessi fjölhæfi hitastillandi og samanþjappanlegi 133 PrimaLoft© jakki er með nælon filmu sem stöðvar vind. Þetta er endingargóður jakki, til margra hluta nytsamlegur, hvort sem er til fjallgöngu eða stangveiði.

Jakkinn er hannaður í Svíþjóð og framleiddur í Evrópu úr nýjasta efni til einangrunar. Hann veitir hlýju og þægindi við krefjandi aðstæður. Hann er hannaður til þess að þola álag og óþjála meðferð en reynast sérlega endingargóður.

Onka dömujakkinn er með tvo rennda hliðarvasa auk tveggja annarra vasa til þess að halda hlýju á höndum í kulda. Brjóstvasinn innaná jakkanum má nota fyrir margvíslegt dót og einnig breyta í þægilegan kodda til hvílu. Hettan er góð vörn í vondum veðrum. Þrjár teygjusnúrur má nota til þess að móta hana þannig að hún falli fullkomlega að andlitinu. Teygjanlegur faldur á ermum og snúrur nýtast til þess að halda kulda úti og hlýju inni.