Hatch Finatic 5 Plus (Gen. 2)

> Virkilega vandað fluguhjól
> Passar einhendum í línuþyngdum #5-6
> Fullkominn bremsubúnaður
> Vegur 175 gr.

102.900kr.

Vara uppseld

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Hatch Finatic 5 Plus fluguhjólið hentar bæði í lax- og silungsveiði. Það er hannað fyrir einhendur í línþyngdum 5-7, en fer þó best með línuþyngdum #5 og #6. Hjólið er 9,2 cm að þvermáli og 2,38 á breiddina. Það rúmar um 100 metra af undirlínu.

Hatch eru bandarísk fluguhjól sem tilheyra hópi þeirra allra bestu á markaðnum. Fyrirtækið hefur framleitt hágæða hjól frá árinu 2003 og nýtur nú virðingar veiðimanna um allan heim.

Önnur kynslóð Hatch Finatic fluguhjólanna kom nýlega á markað. Þau hafa sópað til sín verðlaunum enda einkar vel hönnuð með bremsubúnað eins og hann gerist bestur. Hjólin eru framleidd úr renndu áli og eru útbúin fullkomlega lokuðu bremsukerfi. Hjólin eru hönnuð til að standast átök í ferskvatni sem sjó. Öll þau Hatch hjól sem Veiðiflugur bjóða upp á eru breiðkjarna (e. Large arbor) sem auðveldar veiðimönnum að ná inn slaka línunnar og dregur jafnframt úr línuminni.