Guideline Vosso 7/9

> Virkilega vandað hjól frá Guideline
> Hentar einhendum í línuþyngdum #7-9
> Má einnig nota með flestum switch-stöngum í laxinn
> Vegur 205 gr.

81.900kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Vosso fluguveiðihjólin eru sterkustu og fullkomnustu hjólin í Guideline fjölskyldunni. Þau sameina frábæra hönnun og sterkra uppbyggingu. Vosso eru algjörlega lokuð (e. full frame) sem kemur í veg fyrir að línan geti fest á milli hjólsins og spólunnar. Hjólin státa af nútímalegri hönnun og vel byggðu vatnsheldu bremsukerfi. Búnaðurinn er varinn fyrir hitabreytingum, vatni, sandi og öðrum utanaðkomandi efnum. Kerfinu er stjórnað af þægilegum og örlítið innfelldum, stórum bremsuhnappi með miklu stillingarsviði fyrir fullkomna fínstillingu.

Hjólin eru hönnuð með veiðar á laxi og sjóbirtingi í huga. Þau eru létt en mjög sterk, ummálsmikil og taka því mikið magn undirlínu.