Guideline Reach 6/7

> Vel hannað hjól á lágu verði
> Hentar einhendum í línuþyngdum #5-7
> Góð diskabremsa og breiðkjarna hönnun
> Fislétt og álagsþolið

21.900kr.

In stock

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Reach hjólið er frábær kostur fyrir byrjendur enda eru gæðin mikil þrátt fyrir lágt verð. Hönnun hjólsins er nútímaleg með sterkri bremsu, sem er sjaldséð í hjólum á þessu verðbili. Bremsukerfið er aðlagað út frá dýrari hjólum fá Guideline og er unnt að fínstilla það með stórum bremsuhnappi. Kerfið er nægjanlega öflugt til að takast á við stærri fiska, s.s. lax og urriða, en þolir um leið sjávarseltu þegar egnt er fyrir sjóbirting.

Með því að nota nýja álsteyputækni, ásamt lofthúðaðri CNC-áferð, er Reach hjólið einkar létt en álagsþolið. Breiðkjarna (e. large arbor) hönnunin gerir veiðimanninum kleift að ná inn línu hratt og dregur um leið úr hættu á línuminni. Opin spólan sér til þess að flugulínan og undirlínan þorni fljótt þegar á bakkann er komið.

  • Nútíma fluguveiðihjól á frábæru verði
  • Nákvæm og mjúk bremsa
  • Stór bremsuhnappur fyrir fínstillingu hjólsins
  • Diskabremsa úr koltrefjum
  • Vinstri og hægri handar uppsetning
  • Nútímaleg hönnun
  • Breiðkjarna fyrir hraðan inndrátt


Reach
hjólin eru fáanleg í þremur stærðum: 4/6 fyrir léttar einhendur, 6/7 fyrir einhendur í silung og 7/9 fyrir stærri einhendur í lax og öflugan silung. Aukaspólur eru fáanlegar í öll Reach fluguveiðihjólin.