Guideline Experience Veiðivesti

Experience veiðivestið er einfalt, úthugsað og rúmar allt það sem þú þarft í veiðina. Vestið er framleitt úr nælonefni, sem er slitsterkt en um leið þægilegt viðkomu. Vasar eru hannaðir þannig að notandinn geti útfært geymslurýmið með skilrúmum og um leið varnað því að fluguboxin falli úr vestinu.

25.995kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Experience veiðivestið er einfalt, úthugsað og rúmar allt það sem þú þarft í veiðina. Vestið er framleitt úr nælonefni, sem er slitsterkt en um leið þægilegt viðkomu. Vasar eru hannaðir þannig að notandinn geti útfært geymslurýmið með skilrúmum og um leið varnað því að fluguboxin falli úr vestinu. Vestið er útbúið eins beggja vegna, að undanskildum flugupadda á vinstri hliðinni. Vestið má stækka eftir þörfum og má auðveldlega nota með bakpokum frá Guideline, enda falla þeir vel að vestinu.

Vestið er rennt að framan, en því má einnig loka með segulsylgju. Tveir teygjanlegir vasar eru sitthvoru megin að framan auk tveggja annarra sem rúma stærstu fluguboxin. Tveir vasar eru að innanverðu, annar með lóðréttum rennilás, hinn láréttum. Tvær geymslur eru undir tólin, báðar með áhaldagormi sem má fjarlæga eftir þörfum. Vestið er hannað til að geyma þurrfluguduft, gel eða önnur efni. Þá eru á vestinu lykkjur sem má klemma losunartöngina um, eða önnur samskonar tól.

Að aftan er stór vasi sem rúmar t.d. veiðijakkann eða nestið auk D-lykkju fyrir veiðiháfinn. Vestið er fremur stutt, 40 cm að framan og 35 cm að aftan, sem gerir veiðimanni kleyft að vaða djúpt án þess að vestið blotni. Á hliðum vestisins eru stillanleg bönd til að aðlaga það að notandanum.