Flottur fluguveiðipakki sem inniheldur Elevation flugustöng, Nova fluguveiðihjól, undirlínu og Hofsá tvíhendulínu eða aðra sambærilega línu. Vinsamlegast takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu.
Elevation flugustangirnar eru afar léttar meðalhraðar stangir sem gerðar eru fyrir breiðan hóp veiðimanna. Hönnun og framleiðsla stanganna er um margt framúrstefnuleg en stangarpartar þeirra eru umtalsvert umhverfisvænni en gengur og gerist. Þetta er sú stefna sem Guideline hefur tekið í átt að nútímalegri framleiðsluþáttum. Stangirnar eru framleiddar eins efnislitlar og kostur er án þess að það komi niður á kasteiginleikum eða styrk. Toppurinn er afar næmur en um leið stöðugur og hleðst stöngin með jöfnu átaki niður í skaft. Hraði stangarinnar er þannig heppilegur fyrir þá sem eru að byrja í fluguveiði, en stöngin fyrirgefur vel mistök á kastferlinum. Elevation eru nákvæmar stangir og með þeim er unnt að ná miklum línuhraða.
Stönginni fylgir Nova fluguveiðihjól frá Guideline sem framleitt er úr endurunnum hráefnum og án einnota plastefna. Þau eru gerð til að standast mikla notkun og er bremsubúnaðurinn aðlagaður að hverri stærð fyrir sig. Hann er hannaður til að veita aukið viðnám og viðhalda stöðugum þrýstingi á meðan fiskur er þreyttur. Nova er með nýrri álhlutum að utan, innbyggðu mótvægi og er fullkomlega jafnvægið á kastþyngd og endingargildi. Þetta er eitt tæknilegasta og umhverfisvænasta veiðihjól Guideline til þessa.
Á hjólinu er undirlína og Hofsá tvíhendulína – hágæða, samfelld lína sem þróuð er sérstaklega fyrir íslenskar laxveiðiár. Hún er ögn þyngri en hefðbundinn línukvarði gefur til kynna og hleður stöngina með lítilli fyrirhöfn. Hofsá leggst mjúklega á vatnsflötinn og nýtist einstaklega vel við krefjandi aðstæður, svo sem í logni, við lága vatnsstöðu eða mikla birtu. Hún er hugsuð til notkunar með löngum frammjókkandi taumum og skilar sér vel bæði í stuttum og lengri köstum. Línan hentar jafnt fyrir undirhandarköst sem yfirhandarköst og fer vel með smáflugur sem og túpur. Skothausinn er í látlausum grænum lit sem truflar síður fisk, en rennilínan í skærum appelsínugulum lit sem veitir góða yfirsýn í vatni.
Elevation tvíhendupakkinn er virkilega athyglisverður og á afar sanngjörnu verði.
Loop Z1 Einhendupakki 9' #5
Loop Z1 Tvíhendupakki 13,2' #8
Guideline LPX Tactical Einhendupakki 9,9' #4
Echo Lift Einhendupakki 9' #8
Guideline LPX Tactical Einhendupakki 9' #7
Guideline LPX Chrome Switch-pakki 11,7' #6/7
Loop Z1 Switch-pakki 11,6' #5
Guideline LPX Chrome Tvíhendupakki 12,3' #6/7
Loop Z1 Einhendupakki 10' #7
Loop Z1 Einhendupakki 9' #4
Guideline LPX Nymph Einhendupakki 10,2' #4
Fishpond Switchback Pro Mittistaska
Loop Q Einhendupakki 9‘ #6
Guideline LPX Chrome T-Pac Tvíhendupakki 12,9' #8/9
Guideline Elevation Einhendupakki 10,6‘ #3
Experience Grey-Green Veiðigleraugu
Loop ZX Einhendupakki 10' #6
Guideline Elevation Einhendupakki 9‘ #4
Guideline LPX Chrome Einhendupakki 9,9' #6
Fishpond San Juan Brjóstpoki 




















