Guideline Elevation 11′ #6/7

> Nett stöng í stöðuvötn og minni ár
> Hentar í silunginn og smærri lax
> Er með djúpa en öfluga hleðslu
> Stöngin er í 6-hlutum – línuþyngd 14-17 gr.

59.900kr. 35.940kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Elevation flugustangirnar eru afar léttar meðalhraðar stangir sem gerðar eru fyrir breiðan hóp veiðimanna. Hönnun og framleiðsla stanganna er um margt framúrstefnuleg en stangarpartar þeirra eru umtalsvert umhverfisvænni en gengur og gerist. Þetta er sú stefna sem Guideline hefur tekið í átt að nútímalegri framleiðsluþáttum.

Stangirnar eru framleiddar eins efnislitlar og kostur er án þess að það komi niður á kasteiginleikum eða styrk. Toppurinn er afar næmur en um leið stöðugur og hleðst stöngin með jöfnu átaki niður í skaft. Hraði stangarinnar er þannig heppilegur fyrir þá sem eru að byrja í fluguveiði, en stöngin fyrirgefur vel mistök á kastferlinum. Elevation eru nákvæmar stangir og með þeim er unnt að ná miklum línuhraða.

Switch-stöngin er í sex hlutum og því heppileg þegar ganga þarf á veiðislóð. Stöngin hentar í silungsveiði, sérstaklega í stöðuvötnum, en nýtist þó einnig í straumvatni. Stöngin er ákjósanleg fyrir púpur, þurrflugur, straumflugur, hefðbundnar laxaflugur og léttari túpur.