Sniðug 5 lítra geymslulausn frá Fishpond sem verndar veiðibúnaðinn frá öllum veðrum. Brjóstpokinn er í raun nett taska sem hugsuð er undir nauðsynlegasta búnaðinn við veiðar. Á henni eru margar festingar og hulstur fyrir veiðiháfinn. Brjóstpokann má nota einan og sér, en hann má einnig festa framan á bakapoka frá Fishpond. Hann er framleiddur úr hinu frábæra NewStream efni sem er algjörlega vatnshelt og þolir mikið hnjask. Stærð brjóstpokans er 23 x 18 x 10 cm og er þyngd hans 476 grömm.
Sjálfbærni
Ný vara, gamalt efni
Fishpond er leiðandi fyrirtæki á markaði þegar kemur að sjálfbærri framleiðslu. Fyrir meira en áratug síðan hóf fyrirtækið að nota ónýt fiskinet til framleiðslu á töskum og fylgihlutum. Í dag eru nær allar vörur Fishpond framleiddar úr endurunnum efnum, s.s. netum og plastflöskum. Þannig tekst fyrirtækinu að skapa nýja hluti úr gömlum efnum, umhverfinu til heilla.
Guideline LPX Tactical Einhendupakki 9' #6
Loop 7X 10' #7
Loon High Tack Swax - Dubbing vax
Costa Jose Pro Veiðigleraugu 580G
Loop 7X 11,6' #7
Fishpond Jagged Basin Fatataska 









