Fishpond Tenderfoot Veiðivesti (Barna)

Tenderfoot er frábært veiðivesti fyrir börn með fjölmörgum eiginleikum. Á því eru 14 vasar sem rúma fluguboxin, taumaspólur, taumaklippur og aðra aukahluti. Á vestinu eru einnig fjölmargir tengimöguleikar til að festa veiðitólin.

18.995kr.

Ekki til á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Tenderfoot er frábært veiðivesti fyrir börn með fjölmörgum eiginleikum. Á því eru 14 vasar sem rúma fluguboxin, taumaspólur, taumaklippur og aðra aukahluti. Á vestinu eru einnig fjölmargir tengimöguleikar til að festa veiðitólin. Innbyggður stangarhaldari er í vestinu auk poka fyrir aukafatnað og nesti.

Axlarólar og mittisbönd má stilla eftir þörfum. Á vinstri hlið vestisins er paddi fyrir flugur og beggja vegna eru rúmgóðir vasar með rennilás. Barnavestið kemur í einni stærð sem passar flestum, það vegur aðeins 475 grömm.

Sjálfbærni

Ný vara, gamalt efni

Fishpond er leiðandi fyrirtæki á markaði þegar kemur að sjálfbærri framleiðslu. Fyrir meira en áratug síðan hóf fyrirtækið að nota ónýt fiskinet til framleiðslu á töskum og fylgihlutum. Í dag eru nær allar vörur Fishpond framleiddar úr endurunnum efnum, s.s. netum og plastflöskum. Þannig tekst fyrirtækinu að skapa nýja hluti úr gömlum efnum, umhverfinu til heilla.