Fishpond Summit Sling 2.0 Tortuga – Axlartaska

Vinsælasta axlartaskan frá Fishpond hefur verið endurhönnuð og er nú orðin enn betri. Taskan er framleidd úr fisléttu vatnsfráhrindandi öndunarefni og eru YKK rennilásarnir vatnsvarðir. Á töskunni eru fjórir rúmgóðir vasar. Einn er með tveimur innri vösum og með útrennanlegum flugupadda.

24.995kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Vinsælasta axlartaskan frá Fishpond hefur verið endurhönnuð og er nú orðin enn betri. Taskan er framleidd úr fisléttu vatnsfráhrindandi öndunarefni og eru YKK rennilásarnir vatnsvarðir. Á töskunni eru fjórir rúmgóðir vasar. Einn er með tveimur innri vösum og með útrennanlegum flugupadda. Tveir af þessum vösum eru stór hólf. Síðasti vasinn er lítill en tilvalinn til þess að geyma t.d síma eða bíllykla.

Taskan er með D-lykkjum og festingarpunktum fyrir margs konar tæki og tól. Á hana má festa losunartöng, taumaspóluhaldara, þurrflugubrúsa, taumaklippur eða hvað annað sem veiðimenn kjósa. Á botni töskunnar er hólf fyrir drykkjarílát. Stærðin er 33 x 22 x 23 cm og er þyngd töskunnar 900 grömm.

Sjálfbærni

Ný vara, gamalt efni

Fishpond er leiðandi fyrirtæki á markaði þegar kemur að sjálfbærri framleiðslu. Fyrir meira en áratug síðan hóf fyrirtækið að nota ónýt fiskinet til framleiðslu á töskum og fylgihlutum. Í dag eru nær allar vörur Fishpond framleiddar úr endurunnum efnum, s.s. netum og plastflöskum. Þannig tekst fyrirtækinu að skapa nýja hluti úr gömlum efnum, umhverfinu til heilla.