Sagebrush Pro Mesh er nýtt úthugsað veiðivesti frá Fishpond. Vestið andar vel enda gert úr möskvaneti. Það er með innbyggða stangarfestingu og státar af 17 mismunandi vösum. Vestið má að sjálfsögðu nota eitt en framhlið þess má einnig nota framan á Firehole bakpokann.
Á bakinu er rúmgóður vasi fyrir auka fatnað auk slíðurs fyrir veiðiháfinn. Víða á vestinu eru tengimöguleikar til að geyma tæki og tól, s.s. taumakippur, töng, smábrúsa, taumaspólur og fleira. Vestið er aðeins 720 grömm að þyngd og kemur í einni stærð sem passar flestum.
Sjálfbærni
Ný vara, gamalt efni
Fishpond er leiðandi fyrirtæki á markaði þegar kemur að sjálfbærri framleiðslu. Fyrir meira en áratug síðan hóf fyrirtækið að nota ónýt fiskinet til framleiðslu á töskum og fylgihlutum. Í dag eru nær allar vörur Fishpond framleiddar úr endurunnum efnum, s.s. netum og plastflöskum. Þannig tekst fyrirtækinu að skapa nýja hluti úr gömlum efnum, umhverfinu til heilla.