Fisherman 165N Handvirkt Björgunarvesti

Einstaklega létt og þægilegt björgunarvesti frá gæðaframleiðandanum Besto. Fisherman vestið er sérstaklega hannað fyrir stanga- og skotveiði. Það er tiltölulega stutt svo unnt sé að vaða djúpt án þess að vestið blotni. Björgunarvestið afar fyrirferðarlítið, enda hamlar það ekki hreyfigetu notandans.

16.995kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Einstaklega létt og þægilegt björgunarvesti frá gæðaframleiðandanum Besto. Fisherman vestið er sérstaklega hannað fyrir stanga- og skotveiði. Það er tiltölulega stutt svo unnt sé að vaða djúpt án þess að vestið blotni. Björgunarvestið afar fyrirferðarlítið, enda hamlar það ekki hreyfigetu notandans. Kragi vestisins er fylltur sérstöku frauði til aukinna þæginda um hálsinn.

Fisherman vestið er handvirkt, sem þýðir að notandi þess þarf að kippa í spotta til að blása vestið út. Einnig er á því blástursrör, til að blása handvirkt, sem og til að hleypa loftinu út. Það er framleitt í einni stærð og hentar vel flestum, þ.e. frá S-XXL. Floteiginleikar björgunarvesta ráðast af tilteknum staðli sem öllum framleiðendum ber að fylgja. Þetta vesti er með staðalinn 165N, en til samanburðar eru hefðbundin vatnavesti 50N.

Til að tryggja endingu vestisins er ráðlegt að blása í það einu sinni á ári. Þannig má athuga hvort vestið haldi ekki örugglega lofti. Þá er mikilvægt að endurpakka vesti sem lítið er notað, því ef það liggur lengi í sömu brotunum (árum saman) þá er viðbúið að það fari að morkna.