Einarsson Charcoal SOLID 5Plus Fluguhjól
5Plus í SOLID útgáfu er alhliða hjól fyrir silungsveiði, með lokaðri bakplötu sem gefur því bæði klassískt yfirbragð og aukinn styrk. Þetta er hjól fyrir veiðimenn sem vilja látlaust útlit, áreiðanlega virkni og tímalausa hönnun.
SOLID gerðin hefur algerlega lokað bak, sem dregur úr hættu á óhreinindum, eykur vörn fyrir línuna og bætir sjónrænt jafnvægi við klassískar stangir. Það hentar vel með stöngum í línuþyngd #4–7. Hjólið er rennt úr hágæða áli og er með mattri dökkgrárri Type III húð sem ver gegn ryði, höggum og sliti. Yfirborðið heldur sér vel í mikilli notkun og fellur vel að hverskonar stöngum. Inni í hjólinu leynist viðhaldsfrí, innsigluð kolefnisbremsa sem skilar sléttri og jafnri mótstöðu við allar aðstæður. Nýr stærri bremsuhnappur veitir gott grip – jafnvel í blauta veðrinu sem við þekkjum svo vel.
Helstu eiginleikar:
• Fjölhæft hjól í silungsveiðina
• Lokað bak – tímalaust útlit og aukin vörn
• Slétt kolefnisbremsa – viðhaldsfrí og áreiðanleg í átökum
• Stærri bremsuhnappur – tryggir betri stjórn
• Lokuð grind – kemur í veg fyrir að lína eða taumur festist
• Charcoal litur – matt dökkgrár Type III anodisering
• Tvítryggð og hröð spóluskipting
Tæknilýsing:
• Stærð: #4–7
• Þvermál: 95 mm
• Spólubreidd: 25 mm
• Þyngd: 160 g
• Rýmd: WF6 + 100 m af 20 lb Dacron
• Efni: 6061 T651 ál með Type III anodiseringu