Einarsson Bronz 9Plus Fluguhjól
Einarsson 9Plus í Bronz útgáfu er hjól fyrir veiðimenn sem vilja traustan búnað fyrir stórfiska, í bæði ferskvatni og sjó. Hjólið hentar sérlega vel í veiði á laxi og virkar frábærlega með tvíhendum og þungum einhendum í línuþyngd #9–10.
Bronz 9Plus er smíðað úr flugvélaáli og anodiserað með harðgerðri Type III húðun sem ver hjólið gegn tæringu og útfellingum, hvort sem það er notað í fersku vatni eða saltvatni. Hlýtt og klassískt útlit bronslitarins sameinar fagurfræði og slitstyrk.
Hjólið er með lokaðri grind sem veitir aukinn styrk og kemur í veg fyrir að þunnar línur flækist milli spólu og grindar. Bremsukerfið er viðhaldsfrítt og fullinnsiglað, með kolefnis- og málmdiskum sem veita mjúkt og stöðugt viðnám í öllum aðstæðum. Nýr stærri bremsuhnappur auðveldar grip og fínstillingu, jafnvel með blauta fingur eða í kulda. Spólan er með stækkaðan miðjukjarna og endurbættu hlutfalli sem tryggir hraðari línuupptöku.
Helstu eiginleikar:
• Öflugt hjól fyrir stórfiska
• Lokuð grind – kemur í veg fyrir að þunnar línur flækist
• Innsigluð kolefnisbremsa – stöðug og viðhaldsfrí
• Nýr stærri bremsuhnappur – betra grip og nákvæm stilling
• Stærri miðjukjarni – hraðari línuupptaka
• Klassísk brons áferð með Type III anodiseringu
• Framleitt úr 6061 T651 flugvélaáli
• Spóluskipting með miðjuskrúfu og tvöfaldri festingu
• Litur: Bronz
Tæknilýsing:
• Línuþyngd: #9–10
• Þvermál: 115 mm
• Spólubreidd: 32 mm
• Miðjukjarni: 64 mm
• Þyngd: 282 g
• Rýmd: WF9F + 300 m af 30 lb Dacron
• Efni: 6061 T651 ál með Type III anodiseringu
Guideline LPX Tactical Einhendupakki 9' #6
Loop ZX Einhendupakki 9,3' #6
Loop Z1 Einhendupakki 10' #7
Loop Z1 Einhendupakki 9' #5
Echo Lift Einhendupakki 8' #4
Hatch Finatic 12+ 









