Aquanova XHi nýtist best í vatnaveiði með þurrflugum, púpum, kúluhausum og minni straumflugum. Hún ristir hátt á vatnsfletinum enda er línan um 25% eðlisléttari en vatn. Kápa línunnar er teflonhúðuð til að minnka viðnám og auka þannig línuhraða í gegnum lykkjur stangarinnar.
Lítið sem ekkert minni er í þessum línum, þ.e. þær kuðlast ekki, jafnvel í mjög köldu veðri. Línan er fáanleg í línuþyngdum #3 – #10 og er heildarlengd hennar 32 metrar.
Aquanova-línurnar eru framleiddar af kanadíska fyrirtækinu Norhern Sport. Meginstarfsemi Northern Sport hefur falist í framleiðslu á flugulínum sem seldar eru undir merkjum annarra fyrirtækja um allan heim, en minni áhersla hefur verið lögð í sölu á línum undir eigin vörumerki. Veiðiflugur munu nú bjóða upp á þessar flugulínur sem ódýran valkost fyrir veiðimenn.