Í Veiðiflugum finnur þú mittistöskur í veiði í mörgum stærðum og gerðum. Margir veiðimenn kjósa mittistöskur fram yfir veiðivesti, einkum vegna þæginda auk þess sem álag á axlir minnkar til muna. Veiðiflugur býður upp á fjölbreytt úrval af mittistöskum frá þekktum framleiðendum, sem henta við lax- og silungsveiðar, í straumvatni sem stöðuvötnum. Mittistöskur frá Fishpond, sem er einn vandaðasti framleiðandinn á markaðnum, eru fáanlegar í mörgum útfærslum.
Mittistöskur
Mittistöskur við allra hæfi
Þarfir veiðimanna eru ólíkar, enda eru stærðir og eiginleikar mittistaskna mismunandi. Í Veiðiflugum, Langholtsvegi 111, og í netversluninni Veidiflugur.is má sjá mittistöskur í ríkulegu úrvali, bæði nettari gerðir en eins stærri fyrir veiðimenn sem bera mikinn búnað með sér. Mittistöskur eru fáanlegar úr hefðbundnum nælonefnum, úr vaxbornum dúk og nú úr vatnsheldum efnum. Vatnsheldar mittistöskur hafa notið mikilla vinsælda frá því þær komu á markað, enda eru kostir þeirra margir. Kíktu í heimsókn í verslun Veiðiflugna og fáðu ráðgjöf við val á réttu mittistöskunni sem hentar þinni veiði.
Fishpond framleiðir vandaðar mittistöskur í veiði.
Mittistöskur eru fáanlegar í mörgum útfærslum.
Smelltu hér til að skoða allar mittistöskur