Showing 1–24 of 152 results

Loop Tackle

Loop hefur um langt skeið skipað sérstakan sess í huga margra íslenskra veiðimanna. Í rúma fjóra áratugi hefur fyrirtækið hannað og þróað fluguveiðibúnað sem enn í dag nýtur sérstöðu á markaði. Veiðivörur fyrirtækisins hafa geti sér gott orð fyrir áreiðanleika, gæði og góða endingu. Loop Tackle telst í dag eitt af bestu fluguveiðimerkjum heims, enda frá upphafi lagt ríka áherslu á vandaða hönnun og framleiðslu. Hér má finna allar þær Loop vörur sem standa veiðimönnum til boða.

Leiðandi í þróun

Loop veiðivörur hafa ávallt haft mótandi áhrif á fluguveiðiheiminn enda fyrirtækið gjarnt á að koma með framsæknar nýjungar. Fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins gekk fluguveiðisérfræðingurinn Göran Anderson til liðs við Loop. Hann hafði yfirumsjón hönnun fyrstu tvíhendanna, nýrra línukerfa og nýs kastafbrigðis sem við þekkjum í dag sem undirhandarköst (e. Underhand Cast). Með sinn verkfræðilega bakgrunn hóf Göran að kafa dýpra í eðlisfræðina og tókst að auka skilvirkni milli stangar og línu. Á þeim grunni byggir veiðiheimurinn enn í dag sína framleiðslu.

Notagildi í fyrsta sæti

Loop hefur alla tíð hannað og þróað sínar vörur innanhúss í Svíþjóð og stýrir þaðan öllum framleiðsluferlum í samvinnu við hóp hönnuða og tæknifræðinga. Allar vörur eru hannaðar með þarfir veiðimanna í huga, til að hámarka afköst og notagildi. Á síðustu árum hefur fyrirtækið gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og er nú í hröðum vexti um allan heim. Þá hefur fyrirtækið beitt sér fyrir verndun villtra laxastofna og sett aukinn þrýsting á stjórnvöld víða um heim til að tryggja tilvist tegundanna.

Fjölbreytt vöruúrval

Í dag framleiðir fyrirtækið veiðivörur sem tengjast fluguveiði á einn eða annan hátt, s.s. einhendurswitch-stangirtvíhendur. Þá stendur félagið áfram sterkt að vígi þegar kemur að fluguveiðihjólum og veiðifatnaði. Loop hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem eitt fremsta fluguveiðimerki heims og mun án nokkurs vafa halda áfram að standast væntingar kröfuharðra veiðimanna. Með vali á Loop færð þú vandaðan, traustan veiðibúnað og tekur um leið þátt í samfélagi veiðimanna, okkur öllum og umhverfinu til heilla.