Oros tökuvararnir eru nú loks fáanlegir á Íslandi. Þetta eru án nokkurs vafa einhverjir bestu tökuvarar sem koma hafa á markað. Þeir eru ákaflega vel hannaðir og framleiddir úr gæðaefnum. Taumurinn liggur í gegnum þá miðja svo áhrifin á fluguköstin verða mun minni en ella. Á þeim eru engir smáir hlutir sem losna af og týnast. Þeir eru straumlínulaga svo það er ekkert sem truflar rek þeirra.
Þeir eru búnir til úr einskonar frauðkúlu sem skiptist í tvo jafna hluta og skrúfast saman. Í þeim miðjum er rauf fyrir tauminn svo hann situr kyrfilega þegar veitt er. Leikur einn er að færa tökuvarann upp og niður tauminn, aðeins þarf að skrúfa hlutina ¼ hring og herða aftur. Oros tökuvarar koma í þremur mismunandi stærðum sem hentar við ólíkar aðstæður.

