Vöðlujakkar við allra hæfi

Vöðlujakkar eru fáanlegir í fjölbreyttu úrvali í verslun Veiðiflugna. Við bjóðum upp á vandaða jakka m.a. frá Loop, Patagonia og Guideline.

Vöðlujakkar – gæðamunur

Verðbil vöðlujakka er nokkuð breytt, en almennt má segja að dýrari vara sé meiri að gæðum en sú ódýra. Það er einkum tvennt sem skiptir veiðimenn máli þegar kaupa á vöðlujakka: hvaða snið hentar best og hve miklu skal varið til kaupanna?

Yfirleitt er það svo að verð vöðlujakka er í jöfnu hlutfalli við eiginleika þeirra. Þannig eru vöðlujakkar með mikla vatnsheldni og góða öndun dýrari en þeir sem minni vatnsheldni hafa og anda lítið. Þegar kemur að vöðlujökkum er mikilvægasti þátturinn, óháð öðrum eiginleikum, hversu margra laga jakkinn er, því ending ræðst að miklu leiti af því. Þá ber einnig að hafa í huga gæði efnisins og þeirrar öndunarfilmu sem notuð er til framleiðslunnar. Dýrari vöðlujakkar eru jafnan þriggja eða fjögurra laga á meðan ódýrari veiðijakkar eru gjarnan tveggja laga. Sá veiðimaður sem aðeins veiðir nokkra daga á ári þarf þó ekki endilega mjög dýran jakka, öfugt við leiðsögumann sem notar jakkann daglega yfir sumarið. Valið verður því einnig að byggjast á hve mikilli notkun veiðijakkinn skal sinna.

Loop, Patagonia og Guideline framleiða vöðlujakka með kvensniði.  

Verð veiðijakka ræðst af öndun og vatnsheldni.

Mismunandi fatnaður

Veiðifatnaði má skipta í þrjá megin flokka: innsta lag, miðlag, og ysta lag. Innsta lag er sá hluti fatnaðarins sem er næstur líkamanum, s.s. undirbuxur og ullarbolur. Til miðlagsins teljast Prima-loft buxur og jakkar, vindheldar peysur og skyrtur. Ysta lagið vísar svo til vaðla og vöðlujakka, þess hluta veiðifatnaðarins sem er fjærstur líkamanum. Veiðijakkar tilheyra tveimur þessara flokka, miðlagi og ysta laginu. Primaloft jakkar, vatns- og vindheldar peysur, jafnvel skyrtur, eru flokkaðar sem miðlag. Þar til gerðir vöðlujakkar eru svo ysta lagið, sá búnaður sem ver veiðimanninn fyrir vatni og vindum.

Veiðifatnaður í miklu úrvali

Vöðlujakkar fyrir konur og karla eru fáanlegir í Veiðiflugum, í ótal útfærslum. Hjá fyrirtækinu starfar fólk með mikla reynslu á sviði stangaveiði sem er reiðubúið að aðstoða við valið á rétta vöðlujakkanum. Kíktu í heimsókn á Langholtsveginn og fáðu góð ráð við valið.