Patagonia SST Vöðlujakki

Patagonia SST vöðlujakkinn er framleiddur úr þriggja laga vatnsheldu öndunarefni. Það sem einkennir vatnsheldan fatnað frá fyrirtækinu er H2No® filman sem er bæði algjörlega vatnsheld og með góðri öndun. Jakkinn þolir mikið hnjask og þess vegna endingargóður.

74.900kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

SST vöðlujakkinn frá Patagonia er framleiddur úr þriggja laga vatnsheldu öndunarefni sem kallast H2No®, sem er einkennismerki vatnshelds fatnaðar frá fyrirtækinu. Jakkinn er slitsterkur og endingargóður, hannaður til að takast á við fjölbreyttar veðuraðstæður.

Framan á jakkanum eru tveir rúmgóðir brjóstvasar undir fluguboxin. Þeir eru báðir vatnsheldir og sitja hátt svo unnt sé að vaða dýpra. Innan af þeim eru smærri vasar, s.s. undir taumaefni eða aðra smáhluti, auk festinga fyrir taumaklippur og losunartöng. Á hvorri hlið eru fóðraðir renndir vasar til að hvíla eða verma hendur. Rennilásinn að framan er vatnsheldur og framleiddur af YKK.

SST-jakkinn er hannaður til að falla vel að notandanum og eru ermar saumaðar þannig að þær liggi náttúrulega að olnbogum. Ermar eru með úlnliðsböndum til að varna því að vatn leiti upp hendurnar, s.s. þegar fiski er sleppt eða í mikilli rigningu. Hettan er áföst og unnt að þrengja á einfaldan hátt með einu handtaki. Tvær lykkjur eru framan á jakkanum til að festa ýmis tól, en einnig á baki. Aftan á jakkanum er renndur vatnsvarður vasi sem nýtist undir húfu, vettlinga eða annan hlífðarfatnað.