Ertu að leita þér að vandaðri veiðistöng?

Í Veiðiflugum finnur þú fjölbreytt úrval veiðistanga, s.s. einhendur, switch-stangir og tvíhendur. Verslunin leggur höfuðáherslu á fluguveiði og býður ótal vörur sem henni tengjast. Veiðimenn skyldu vanda valið við kaup á nýrri veiðistöng, enda fjölmörg vörumerki á markaðnum sem vitaskuld eru misjöfn að gæðum. Veiðiflugur bjóða aðeins upp á veiðivörur frá þekktum veiðistangaframleiðendum s.s. Scott, Loop, Guideline, Nám, Echo og fleirum. Þú finnur réttu veiðistöngina í verslun Veiðiflugna, Langholtsvegi 111, eða í netversluninni Veidiflugur.is.

Flugustangir

Að velja veiðistangir

Ávallt skal velja veiðistöng út frá því hlutverki sem henni er ætlað, þ.e. í hverskonar veiði er stöngin hugsuð. Til eru margar gerðir veiðistanga sem henta í mismunandi aðstæður. Létt og fíngerð flugustöng passar þannig best í netta silungsveiði, á meðan löng stíf stöng hentar frekar í stærri vatnasvæði og þyngri fiska. Þá eru til nokkrar gerðir af veiðistöngum, s.s. kaststangir, flugustangir, sjóveiðistangir, dorgstangir og svo framvegis. 

Til að fræðast meira um val á veiðistöngum smelltu þá HÉR.

Fluguveiðistöng frá Loop á veiðislóð.

Veiðiflugur bjóða mikið úrval vandaðra stanga.