Veniard Colour Glow Mylar Piping

Veniard Colour Glow Mylar Piping er fléttað mylar-efni sem hentar vel í búka á stærri laxaflugur og saltvatnsflugur. Gefur flugunni sterkan glans og fallega framsetningu.

995kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 15.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Colour Glow Mylar Piping frá Veniard er fléttað tinsel-efni sem er ætlað sem búkefni á stærri flugur. Efnið er þrætt upp á túpu eða krók og myndar sléttan og glansandi búk sem endurkastar ljósi vel í vatni.

Mylar Piping er mikið notað í Bismo-flugur, meðal annars þær útfærslur sem kenndar eru við Eystri og Ytri Rangá. Efnið kemur í 1 metra lengdum og er auðvelt í notkun, slitsterkt og hentugt fyrir hnýtara sem vilja skýran, áberandi búk í laxaflugur og saltvatnsmynstur.