Body Stretch frá Veniard er vinsælt og afar nytsamlegt fluguhnýtingaefni sem er þekkt fyrir mikla teygju án þess að litur dofni. Það er mikið notað sem bakefni á púpur, þar sem það myndar hreint og sterkt bak sem endist vel.
Efnið hentar einnig í vænghús og það má kljúfa niður í mjórri ræmur til að nota sem ribbing. Body Stretch er meðal annars notað í bakið á Langskegg og er auðvelt í meðhöndlun, sem gerir það að skemmtilegu og fjölhæfu efni í fluguhnýtingum.















