Transformer Hnýtingaþvinga

Mest selda hnýtingaþvingan í Veiðiflugum – frábær græja. Transformer hnýtingaþvingan frá Stonfo er í reynd þrjár þvingur í einni: Venjuleg full rotary þvinga til allra venjulegra hnýtinga – Þvinga fyrir túpuflugur – Þvinga fyrir straumflugur.

76.995kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Transformer hnýtingaþvingan frá Stonfo er í reynd þrjár þvingur í einni:

  1. Venjuleg full rotary þvinga til allra venjulegra hnýtinga
  2. Þvinga fyrir túpuflugur
  3. Þvinga fyrir straumflugur.

Með auðveldu handtaki er skipt um haus á þvingunni og henni breytt eftir óskum. Breyta má stífleika í snúningi þvingunnar frá því að vera mjúkur í stífan. Einnig má festa þvinguna allan hringinn, stilla hæð þvingunnar og breyta henni þannig að henti betur örvhentum hnýturum.

Nokkrir fylgihlutir koma með þvingunni. Má þar nefna statíf fyrir keflishölduna, efnishöldu, „parachute festingu“, og greinargóðan bækling um notkun.