Sealskinz Harling eru fjölhæfir hanskar hannaðir fyrir útivist, göngur og hvers kyns vinnu þar sem þægindi, grip og vatnsheldni skipta máli. Þeir eru byggðir upp í þremur lögum þar sem Aquasealz™ vatnshelda himnan tryggir fullkomið skjól fyrir rigningu og bleytu, á sama tíma og hún hleypir raka út og heldur höndum þurrum og loftræstum.
Ytra lagið er með formuðum fingrum sem fylgja hreyfingum handarinnar og auka lipurð. Í lófa er endingargott PU-efni sem veitir stöðugt grip, sama hversu erfiðar aðstæður eru. Þumall og vísifingur eru snertiskjávirkir, þannig að þú getur notað símann eða tæki án þess að taka hanskana af.
Innra lagið er mjúkt flísfóður sem veitir hlýju og þægindi án þess að bæta óþarfa þyngd. Endingargóð hönnun tryggir að hanskarnir haldi gæðum sínum við langvarandi notkun. Harling er frábær kostur fyrir þau sem þurfa léttan, vandaðan og vatnsheldan hanska fyrir göngur, útivist eða daglegt líf.
Frábærir hanskar með 100% vatnsheldri vörn
Vandaðir hanskar með 100% vatnsheldni sem nota má frá morgni til kvölds og í köldu sem hlýju veðri. Þeir halda höndunum þurrum sama hvernig viðrar, jafnvel í rigningu og snjó. Skotheldir til að hafa í vösunum á úlpunni, eða í hanskahólfinu.
Eiginleikar sem nýtast víða
100% vatnsheldir hanskar sem henta í fjölbreytta útivist. Ekki þarf að fara úr hönskunum til að stjórna snjalltækjum enda er þumallinn með innbyggðri þurrku og vísifingur má nota til að pikka á snertiskjái.
Tilvaldir í alla útivist
Vatnsheldir hanskar sem halda höndunum algjörlega þurrum í krefjandi aðstæðum. Þeir nýtast vel í gönguferðir, útiverkin heimafyrir og fjölbreytta útivist í öllum veðrum.
Handsaumaðir og prófaðir
Sérhver hanski er handsaumaður í Bretlandi og er vatnsheldni þeirra prófuð áður en þeir fara á markað.
Loon Fly Spritz 2 - Þurrfluguúði 











