Rafrænt gjafabréf Veiðiflugna
Rafrænt gjafabréf Veiðiflugna er einföld og örugg leið til að gleðja veiðimanninn. Þú velur upphæðina og viðtakandinn velur þær vörur sem henta – frá flugum og áhöldum til flugustanga og vöðlujakka. Gjafabréfið er sent rafrænt á netfang viðtakanda eða til þín ef þú vilt prenta það út og afhenda persónulega.
Svona virkar gjafabréfið
– Veldu upphæð og sláðu inn nafn viðtakanda
– Settu inn netfang viðtakanda eða þitt eigið
– Skrifaðu kveðju eða skilaboð eftir þörfum
– Veldu afhendingardag eða sendu strax
– Veldu útlit gjafabréfsins
– Forskoðaðu bréfið og staðfestu pöntun
– Til að sjá endanlegt útlit má smella á „Skoðaðu eða prentaðu út gjafabréfið“ í forskoðunarglugga
Við sendum síðan rafrænt gjafabréf með kóða sem virkar strax við greiðslu í netverslun Veiðiflugna.
Hvernig er gjafabréfið notað?
Viðtakandi slær inn gjafabréfskóðann í körfuna þegar gengið er frá pöntun. Upphæð gjafabréfsins dregst sjálfkrafa frá heildarverðinu. Ef pöntunin er lægri en upphæð gjafabréfsins geymast eftirstöðvar upphæðarinnar og má nota þær síðar. Gjafabréfið má einnig nota í verslun Veiðiflugna og þarf þá að framvísa númeri bréfsins.
Skilmálar
– Gildir sem greiðslumiðill í verslun og netverslun Veiðiflugna
– Hægt að nota í einni eða fleiri pöntunum þar til gild upphæð er uppurin
– Gildistími er tvö ár frá útgáfudegi
– Sent rafrænt á netfang sem skráð er í pöntun
Nánari upplýsingar má finna á veidiflugur.is/gjafabref
Viltu frekar hefðbundið gjafabréf? Það má kaupa HÉR.






