Patagonia W’s Swiftcurrent® Expedition Zip Front dömuvöðlur – Basin Green
SKOÐA STÆRÐATÖFLUSwiftcurrent® Expedition Zip Front eru flaggskipið í vöðluframboði Patagonia – og nú í útgáfu sem er sérhönnuð fyrir konur. Þetta eru vöðlur þar sem tæknileg nýsköpun, sjálfbær efni og óbilandi virkni sameinast í einstaklega öflugu og notendavænu heildarsniði. Léttari og sveigjanlegri en áður – en jafnframt gríðarlega endingargóðar.
Vöðlurnar eru saumaðar úr fjögurra laga H2No™ Performance Standard örtrefjaefni sem unnið er úr 100% endurunnu pólýester. Efri hluti vaðlanna er 5,6 oz og neðri hlutinn úr sterkara 9,5 oz efni til að standast hámarksálag. Báðir hlutarnir eru með vatnsheldri og öndunarfilmu og með endingargóðri DWR-áferð án PFC, sem gerir vöðlurnar umhverfisvænar og veðurþolnar í senn.
Sniðið sem skiptir máli
Nýtt og betrumbætt snið veitir meiri hreyfigetu og gerir það að verkum að vöðlurnar leggjast betur að líkamanum en eldri útgáfur. Fætur eru formsaumaðir með aðeins víðari neðri hluta fyrir betri hreyfanleika og auðveldari notku. Anatomískir sokkar (sérsniðnir vinstri og hægri) með sokkalíkri lögun tryggja hámarks þægindi – allan daginn, jafnvel í köldu vatni.
Vatnsheldur YKK® rennilás að framan gerir það einstaklega þægilegt að fara í og úr vöðlunum og að klæðast þeim með lögum undir eftir aðstæðum. Stillanleg axlabönd með smellum gera auðvelt að breyta þeim úr uppháum í mittisvöðlur. Secure Stretch™ vöðlubelti ásamt beltilykkjum að framan og aftan tryggja örugga og þægilega aðlögun.
Nokkur gagnleg smáatriði
- Vatnsheldur innri vasi á fyrir verðmæti
- Tveir opnir teygjanlegir innri vasar
- Stór brjóstvasi með láréttum vatnsfráhrindandi rennilás
- Tveir fóðraðir vasar að utan til að verma hendur
- Tvær festilykkjur fyrir veiðitól
- Þurrkunarlykkja við miðju á baki
- Fjarlægjanlegir hnépúðar
- Slitvörn við ökkla fyrir aukna endingu
Patagonia framleiðir þessar vöðlur í Fair Trade Certified™ verksmiðju. Það þýðir að starfsfólkið sem saumar þær fær sanngjörn laun og starfar við góðar aðstæður. Þú getur því treyst því að þú sért ekki aðeins að velja fyrsta flokks vöru – heldur líka að taka ábyrgð.