Swiftcurrent eru flottar vöðlur frá Patagonia sem framleiddar eru úr fjögurra laga öndunarefni sem kallast H2No®. Patagonia hefur þróað efnið undanfarinn áratug og er það nú slitsterkara og þjálla en áður. Breytingin tryggir aukin þægindi og lengri endingu. Þessar fjölhæfu og léttu öndunarvöðlur má nota sem uppháar vöðlur eða sem mittisvöðlur. Á meðal eiginleika er vatnsheldur vasi að innanverðu, vasar á hliðum til að verma hendur, teygjuofinn brjóstvasi og vöðlusokkar sem aðlagaðir eru hvorum fæti.
Framan á vöðlunum er rúmgóður renndur vasi fyrir miðju með vatnsvörðum rennilás. Hann má nota undir flugubox eða ýmis veiðitól. Á hvorri hlið eru fóðraðir vasar til að verma hendur. Að innanverðu er vatnsheldur poki sem velta má fram, hann er ætlaður undir síma og bíllykla. Axlarbönd eru stillt með einu handtaki og má færa efri hlutann frá bringu að mitti. Sú hönnun er einkennismerki Patagonia sem oft getur komið sér vel, sérstaklega á góðviðrisdögum þegar heilar vöðlur eru óþarfar.
Helstu eiginleikar:
Stillanleg axlabönd og hækkanlegt snið: Einfalt að breyta úr uppháum vöðlum í mittisvöðlur.
Vatnsheldur innri vasi: Með YKK® vínylrennilás.
Ytri brjóstvasi: Flísfóðraður til að verma hendur á köldum dögum.
Sterkari efni á skálmum og hnjám: Fyrir meiri endingu þar sem álagið er mest.
Innbyggðar sandhlífar með sterkum krækjum sem haldast vel á sínum stað.
Þessar vöðlur eru Fair Trade Certified™ saumaðar og ætlaðar þeim sem vilja gæði, þægindi og ábyrgð í einni og sömu vöru.