Patagonia Swiftcurrent® Expedition Zip Front vöðlur – Basin Green
SKOÐA STÆRÐATÖFLUSwiftcurrent® Expedition Zip Front vöðlurnar eru endurbætt útgáfa af vinsælustu vöðlunum frá Patagonia – þar sem háþróuð tækni, sjálfbær efni og óbilandi virkni mætast. Þetta eru vöðlur sem eru hannaðar fyrir kröfuharða veiðimenn sem leita eftir hámarks þægindum, hreyfanleika og endingu – í hvers kyns aðstæðum.
Vöðlurnar eru saumaðar úr endingargóðu H2No™ Performance Standard örtrefjaefni, unnu úr 100% endurunnu pólýester. Efri hluti vaðlanna er úr 4-laga, 5,6 oz efni sem veitir góða öndun og léttleika. Neðri hlutinn er úr þéttara og slitsterkara 4-laga, 9,5 oz efni sem tryggir hámarks vörn við mikið álag. Báðir hlutir eru með vatnsheldri öndunarfilmu og DWR-áferð án PFC, sem gerir vöðlurnar bæði umhverfisvænar og einstaklega traustar.
Nýtt snið Expedition Zip Front-vaðlanna veitir enn meiri þægindi og hreyfigetu en fyrri útgáfur. Fætur eru formsaumaðir með auknu plássi í stærri stærðum til að bæta hreyfanleika og til að auðveldara sé að fara í og úr sokkunum. Þeir eru anatomískir (vinstri og hægri sérsniðnir) og veita hámarks þægindi allan daginn, sérstaklega í köldu vatni. Fjarlægjanlegir hnépúðar auka þægindi á löngum veiðidögum og öflug slitvörn við ökkla ver gegn núningssliti.
Vatnsheldur YKK® rennilás að framan gerir vöðlurnar einstaklega auðveldar í notkun – bæði við að fara í og úr, en ekki síður þegar klæða þarf sig í mismörg lög eftir veðri. Stillanleg axlabönd með smellum gera þér kleift að breyta vöðlunum úr uppháum í mittisvöðlur með einni hreyfingu. Secure Stretch™ vöðlubelti og lykkjur að framan og aftan tryggja að vöðlurnar falli vel að notandanum.
Snjöll geymsla og notendavæn smáatriði
- Vatnsheldur innri vasi fyrir verðmæti eins og síma eða lykla
- Tveir teygjanlegir opnir innri vasar fyrir smáhluti
- Tveir vasar að framan til að verma hendur
- Stór brjóstvasi með láréttum vatnsfráhrindandi rennilás
- Tvær festilykkjur fyrir veiðitól
- Þurrkunarlykkja við miðju á baki
Vöðlurnar eru framleiddar úr 100% endurunnu pólýester og eru saumaðar í Fair Trade Certified™ verksmiðju – þar sem sjálfbærni og sanngjörn laun eru í forgrunni.