Patagonia Rio Gallegos Zip-Front Vöðlur

Vatnsheldar og endingargóðar rennilásavöðlur frá Patagonia. Þær bjóða upp á sveigjanleika og þægindi, fjölbreytt geymslurými og fjarlægjanlega hnépúða.

109.900kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Patagonia Rio Gallegos eru vatnsheldar öndunarvöðlur sem hannaðar eru með endingu og sveigjanleika í huga. Þær eru saumaðar úr 4-laga slitþolnu efni. Patagonia notar H2NO öndunarhimnu í vöðlurnar sem eru sérstaklega styrktar að neðan, en léttari að ofanverðu.  Sokkarnir eru gerðir úr þykku neoprene-efni sem veitir góða hlýju á köldum dögum. Vöðlunum er unnt að breyta í nokkurskonar mittisvöðlur með einu handtaki.

Vöðlurnar sitja vel að líkamanum án þess að þrengja og hefta hreyfigetu. Rio Gallegos eru með vatnsheldan rennilás sem nær frá brjósthæð niður að mitti. Þær bjóða upp á fjölbreytt geymslurými með tveimur hliðarvösum og tveimur brjóstvösum auk innri vatnshelds vasa. Fjarlægjanlegir hnépúðar bæta öryggi og þægindi.