Rio Gallegos eru endingargóðar og vel útbúnar öndunarvöðlur frá Patagonia, hannaðar fyrir fjölbreyttan veiðiskap. Þær sameina sveigjanleika og öryggi í krefjandi aðstæðum og má nota sem einskonar mittisvöðlur þegar svo ber undir. Vöðlusokkarnir eru anatomískt mótaðir og framleiddir úr 4 mm þéttu neopreni sem þolir langvarandi notkun. Vöðlurnar eru gerðar úr 4-laga efni með H2No® vatnsheldri öndunarhimnu og C6 DWR yfirborðsvörn. Single-seam saumar fjarlægja saumapunkta frá álagssvæðum, sem eykur slitþol og hreyfanleika. Fjarlægjanlegir hnépúðar bæta öryggi og þægindi.
Vöðlurnar eru vel útbúnar með ýmsum geymslurýmum. Á þeim eru fóðraðir vasar til að verma hendur, stór brjóstvasi með vatnsheldum rennilás, tveir drop-in teygjuvasar auk tveggja gorma fyrir verkfæri. Að innanverðu er vatnsheldur vasi s.s. undir lykla eða síma.












