Opti Strike – Twilight Violet

> Framúrskarandi tvíhenduhjól
> Hentar tvíhendum í línuþyngdum #7–10
> Styrkur, áreiðanleiki og hámarksafköst
> Vegur 265 gr.

94.900kr.

Ekki til á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Loop Opti Strike er öflugt fluguhjól sem er smíðað til að standast baráttu við laxa af stærstu gerð. Með rúmgóða spólu tekur það mikið magn af undirlínu og hentar þannig fullkomlega þegar krafist er hámarksafkasta og algers trausts. Þetta er hjól sem sameinar styrk, endingu og áreiðanleika – ætlað veiðimönnum sem vilja ekkert minna en það besta. Í hinum djúpa lit Twilight Violet fær það glæsilegt og afgerandi útlit sem fangar augað jafnvel áður en fyrsta kastið er tekið.

Opti-hjólin frá Loop hafa sannað sig í áratugi sem ein þau traustustu í fluguveiði. Strike er breiðkjarna hjól með einkennandi V-laga spólu sem tryggir hraðan inndrátt á slaka, jafnari legu línunnar og dregur úr hættu á línuminni – forskot sem getur ráðið úrslitum í krefjandi glímu við laxinn.

Í hjólinu er Power Matrix Drag System, eitt það öflugasta sem völ er á. Bremsan er mjúk og jöfn í átaki, fullkomlega stillanleg og algjörlega lokuð fyrir vatni og tæringu. Hjólið er unnið úr hágæða áli ásamt ryðfríum og sérmeðhöndluðum hlutum sem tryggja styrk og endingu til langs tíma.

Loop Opti Strike sameinar sterka hönnun, hámarksafköst og glæsilegt útlit – hjól sem hefur unnið sér sess sem öflugt vopn veiðimanna um allan heim.