Opti Rapid – Twilight Violet

> Frábært hjól í lax og silung
> Fyrir einhendur í línuþyngd #6–8
> Vegur aðeins 210 gr.
> Litur: Twilight Violet

86.900kr.

Ekki til á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Loop Opti Rapid í litnum Twilight Violet er fjölhæft fluguhjól sem stenst allar kröfur veiðimanna sem vilja eitt hjól sem nýtist í ýmsar aðstæður. Það hentar jafnt í bleikju- og urriðaveiði sem og í sjóbirtingi og laxi. Hjólið er kjörið á einhendur í línuþyngd #6–8 en passar einnig vel á léttar switch-stangir. Þrátt fyrir styrk og endingargóða smíði vegur það aðeins 210 grömm og heldur því stöðugu jafnvægi með stönginni.

Opti-hjólin hafa notið mikillar hylli um langt skeið og Rapid er engin undantekning. Það er breiðkjarna með V-laga spólu sem tryggir hraðan og öruggan inndrátt. V-laga hönnunin stuðlar jafnframt að betri legu línunnar og dregur úr líkum á línuminni, sem gefur veiðimanninum forskot í krefjandi aðstæðum.

Power Matrix Drag System bremsan er hjarta hjólsins – traust, mjúk og fullkomlega stillanleg. Kerfið er algjörlega lokað, vatnshelt og tæringarþolið, sem gerir hjólið áreiðanlegt í langvarandi notkun. Hjólið er smíðað úr hágæða áli ásamt ryðfríum og sérmeðhöndluðum hlutum sem tryggja styrk og ver gegn álagi.

Loop Opti Rapid hefur fljótt unnið sér sess meðal vinsælustu hjóla á Íslandi. Sambland stílhreins útlits, áreiðanleika og fjölhæfni gerir það að sjálfsögðu vali margra veiðimanna.