Flugustangir í REN+ seríunni eru léttar og með mikla tilfinningu. Þær eru hannaðar til veiða á stórum fiskum, bæði í ferskvatni og sjó. REN tæknin byggir á ofurléttum stangardúk svo stöngin er létt í hendi, en hefur á sama tíma mikið afl. Stangirnar bjóða upp á djúpa og öfluga hleðslu sem gerir veiðimönnum kleift að kasta stærri flugum, jafnvel þótt blási duglega á móti. Þær eru nokkuð fjölhæfar og henta vel í sjávarveiði, sem og í stærri lax- og sjóbirtingsár.
Með REN+ stönginni færðu ekki aðeins frábæra fluguveiðistöng heldur einnig verkfæri sem er hannað með þægindi og endingu í huga. Delgado korkurinn á handfanginu veitir öruggt grip og tryggir lengri endingu. Þá eru á stönginni REC lykkjur og rafhúðað hjólasæti svo stöngin standist áskoranirnar í erfiðum aðstæðum og við veiðar í saltvatni.
Echo Lift 8' #4
Guideline Elevation 9' #5
Scott Centric 10‘ #6
Scott Centric 10‘ #5
Loop Z1 Einhendupakki 9,6' #7
Loop Z1 Einhendupakki 7,9' #3
Scott Centric 9‘ #4
Loop Z1 Tvíhendupakki 14' #9
Echo Lift 9' #6
Guideline LPX Tactical Einhendupakki 9' #6
Guideline Elevation Tvíhendupakki 13‘ #8/9
Loop ZX Einhendupakki 10' #6
Echo Lift 9' #8
Echo Lift 9' #7 







