LPS Euro Flotlína

Fullkomin fjölhæf flotlína fyrir veiði með léttum silungastöngum. Línan er í raun tvær línur í einni, enda veitir hún fínlega framsetningu sem framþung flugulína, en einnig sem Euro Nymping lína með tökuvaraenda.

12.500kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Fullkomin fjölhæf flotlína fyrir veiði með léttum silungastöngum. Línan er í raun tvær línur í einni, enda veitir hún fínlega framsetningu sem framþung flugulína, en einnig sem Euro Nymping lína með tökuvaraenda.

Ef þú ætlar að veiða með þurrflugu eða púpum á hefðbundinn hátt, notar þú þann hluta línunnar sem er framþungur. Sá hluti skilar flugunni á leiðarenda með mikilli nákvæmni á stuttu og miðlungslöngu færi. Ef veiða á með Euro Nymphing aðferðinni er línunni einfaldlega snúið við á hjólinu og þá er unnt að nota 0,58 mm púpu-línu í stað hinnar hefðbundnu flotlínu.

Línan er tvítóna í ólífugrænum lit, en á hinum endanum er liturinn skærgulur sem kemur sér vel þegar veiða á með Euro Nymphing aðferðinni. LPS Euro er með afar sléttri vatnsfráhrindandi kápu og er haus línunnar lítt teygjanlegur með lítið þvermál. Tilbúnar lykkjur eru á báðum endum línunnar sem gerðar eru úr 12 punda fléttuðum fjölþráðakjarna. Haus línunnar er 11 metrar, en heildarlengd hennar er 22 metrar. Línan fæst í línuþyngdum #2-4.