Loop Z1 Tvíhendupakki 13′ #6

> Skemmtilegur pakki í nettan veiðiskap
> Stöngin er frábær í fiski, bæði lax og sjóbirtingi
> Góð línustjórnun og mikil næmni
> Pakkanum fylgir Evotec G5 fluguhjól og 3D+ skothaus

221.900kr.

Vinsamlega veldu inndrátt fluguhjólsins:

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Verulega flottur fluguveiðipakki sem inniheldur Loop Z1 tvíhendu, Loop Evotec G5 fluguveiðihjól, undirlínu, Loop SDS rennilínu og 3D+ skothaus eða aðra sambærilega línu. Vinasamlegast takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu.

Þessi tvíhendupakki er samsettur til notkunar í létta lax- og sjóbirtingsveiði. Stöngin er hönnuð í meðalstórar ár og nýtur sín best með flotlínu og fremur léttum flugum, s.s. flottúpum, smáflugum og straumflugum. Hún er skemmtileg í fiski og býr að góðri línustjórnun og mikilli nákvæmni.

Loop Z1 tvíhendurnar eru fáanlegar í fjölbreyttu úrvali sem henta í ólíkar aðstæður og veiðisvæði. Stangirnar eru einkar nákvæmar, fisléttar og veita afbragðs línustjórnun. Líkt og aðrar Z1 stangir eru þær meðalhraðar (e. medium fast action) með djúpri hleðslu og ótrúlegu afli. Í stað þess að hanna alla stangaseríuna eftir fyrirfram ákveðnum ferli, er hver stöng aðlöguð fyrir tiltekinn veiðiskap.

Loop Z stangirnar eru umtalsvert léttari og sterkari en forveri þeirra, þökk sé nýrri nano resin tækni. Þær eru um leið öflugri en Cross S1 stangirnar og ná enn meiri kastvegalengd. Sérhver stöng er framleidd með 40-45 tonna nano graphene koltrefjum sem tryggir góða næmni, en um leið mikið afl. Í raun eru Z stangirnar öflugustu hringlaga stangir sem Loop hefur nokkru sinni framleitt. Hver stöng er með þægilegt handfang sem framleitt er úr korki í hæsta gæðastuðli, sérhannað fislétt hjólasæti og keramikfóðraðar lykkjur úr títaníum.

Stönginni fylgir Loop Evotec G5 sem er fimmta kynslóðin af þeim frábæru fluguveiðihjólum. Þau eru þekkt fyrir stílhreint útlit og einstök gæði. Evotec G5 er með „Power Matrix Drag System“ sem er einn áreiðanlegasti bremsubúnaður sem fyrirfinnst í veiðihjólum. Það kerfi hefur Loop notað til margra ára enda fyrir löngu sannað ágæti sitt. Bremsan tryggir jafnt áreynslulaust átak og veitir þannig veiðimanni mikið forskot. Búnaðurinn er algjörlega lokaður og vatnsheldur.

Hjólið er framleitt úr renndu áli en aðrir hlutir þess eru m.a. gerðir úr áli og ryðfríu stáli. Útlit þess er virkilega fallegt og fær málmgrár liturinn að njóta sín. Á því eru nýir endurhannaðir bremsuhnappar sem veita notandanum betri stjórn á bremsubúnaðinum. Þá hefur spóluhnappinum verið breytt þannig að hann auki heildarstyrk rammans og veiti betra grip þegar skipt er um spólur.

Á hjólinu er undirlína, Loop SDS rennilína og 3D+ skothaus. Kaupendur hafa einnig val um að velja aðra línu, hvort heldur flot- eða sökklínu. Skothausinn er tilvalinn fyrir þá veiðimenn sem nota veltiköst meira en hefðbundin yfirhandarköst. Á báðum endum eru grannar húðaðar lykkjur sem eru styrktar sérstaklega. 3D+ skothausinn er með lágteygjukjarna, en teygja hans nemur aðeins um 6%. Kjarninn er á sama tíma einstaklega traustur, eða því sem nemur 32-42 pundum að styrk. 3D+ skothausinn býður upp á nákvæma og fínlega framsetningu. Hann kastar öllum flugugerðum og stærðum og fer sérstaklega vel með löngum frammjókkandi taumum.

Loop Z1 tvíhendupakkinn er samsettur til notkunar við íslenskar aðstæður. Þetta er frábær pakki fyrir þau sem gera ríkar kröfur um gæði og áreiðanleika.