Loop Z1 Switch-pakki 11,6′ #5

> Flottur pakki í létta lax- og silungsveiði
> Stöngin er mjög öflug og nákvæm
> Pakkanum fylgir Evotec G5 fluguhjól og Opti Drift flotlína
> Stöngin vegur aðeins 142 gr.

199.900kr.

Vinsamlega veldu inndrátt fluguhjólsins:

Insufficient stock

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Afar vandaður fluguveiðipakki sem inniheldur Loop Z1 switch-stöng, Loop Evotec G5 fluguveiðihjól, undirlínu og Loop Opti Drift flotlínu eða aðra sambærilega línu. Vinasamlegast takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu.

Þessi switch-pakki er úthugsaður og nýtist í fjölbreyttan veiðiskap. Stöngin er mjög öflug en á sama tíma nákvæm. Hún er hönnuð í létta laxveiði en er einnig skemmtileg sem silungsveiðistöng. Stöngin veitir notandanum mikla tilfinningu fyrir fiski og fer vel með löngum og grönnum taumum. Þetta er kjörin stöng í smáflugur, gárutúpur eða aðra fínlega veiði.

Loop Z1 switch-stangirnar eru hannaðar sem stuttar og léttar tvíhendur. Þær nýtast bæði í silungs- eða laxveiði, á skemmra sem lengra færi. Þó svo að stangirnar séu uppbyggðar líkt og tvíhendur má einnig kasta þeim með annarri hendi. Stangirnar eru meðalhraðar (e. medium fast action) og skapa óviðjafnanlega upplifun í fiski. Þetta eru stangir sem henta í ár og stöðuvötn en eiginleikar þeirra nýtast þrátt fyrir allt best í straumvatni.

Loop Z1 stangirnar eru umtalsvert léttari og sterkari en forveri þeirra Cross S1, þökk sé nýrri nano resin tækni. Að auki er sérhver stöng framleidd með 40-45 tonna nano graphene koltrefjum sem tryggir góða næmni, en um leið mikið afl. Í raun eru Z stangirnar öflugustu hringlaga stangir sem Loop hefur nokkru sinni framleitt. Hver stöng er með þægilegt handfang sem framleitt er úr korki í hæsta gæðastuðli, sérhannað fislétt hjólasæti og keramikfóðraðar lykkjur úr títaníum.

Stönginni fylgir Loop Evotec G5 sem er fimmta kynslóðin af þeim frábæru fluguveiðihjólum. Þau eru þekkt fyrir stílhreint útlit og einstök gæði. Evotec G5 er með „Power Matrix Drag System“ sem er einn áreiðanlegasti bremsubúnaður sem fyrirfinnst í veiðihjólum. Það kerfi hefur Loop notað til margra ára enda fyrir löngu sannað ágæti sitt. Bremsan tryggir jafnt áreynslulaust átak og veitir þannig veiðimanni mikið forskot. Búnaðurinn er algjörlega lokaður og vatnsheldur.

Hjólið er framleitt úr renndu áli en aðrir hlutir þess eru m.a. gerðir úr áli og ryðfríu stáli. Útlit þess er virkilega fallegt og fær málmgrár liturinn að njóta sín. Á því eru nýir endurhannaðir bremsuhnappar sem veita notandanum betri stjórn á bremsubúnaðinum. Þá hefur spóluhnappinum verið breytt þannig að hann auki heildarstyrk rammans og veiti betra grip þegar skipt er um spólur.

Á hjólinu er undirlína og Loop Opti Drift flotlína. Kaupendur hafa einnig val um að velja aðra línu, hvort heldur flot- eða sökklínu. Opti Drift er hönnuð til að hámarka skilvirkni flugukastsins og framsetningu flugunnar. Hún er afbragðsgóð við hverskonar aðstæður, í logni sem vindi, en nýtur sín ekki síður vel þar sem pláss fyrir bakkastið er takmarkað. Línan er með langri bak-taperingu, þ.e. þyngdin færist aftar á lengra svæði, en sá eiginleiki auðveldar veiðimönnum að menda línuna í straumvatni auk þess sem línan leggst mun betur á vatnsflötinn.

Opti Drift er tvílit sem hjálpar til við línustjórnun í vatni, en ekki síður til að auðvelda veiðimanni að finna hleðslupunkt stangarinnar. Línan hleður stöngina mjög auðveldlega og rennur ákaflega mjúklega í gegnum lykkjur hennar.

Loop Z1 switch-pakkinn er einstaklega skemmtilegur og hentar þeim sem kjósa gæði og áreiðanleika.