Loop Q 8/11

> Vandað fluguveiðihjól á frábæru verði
> Hentar tvíhendum í línuþyngdum #7-10
> Fer best með 12-14 feta stöngum
> Vegur 267 gr.

39.900kr.

Vara uppseld

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Á síðustu tveimur árum hefur Loop þróað þetta frábæra hjól sem sameinar einkum tvennt, þ.e. gæði og hagstætt verð. Hjólið er framleitt úr renndu- og steyptu áli, það er með mattri grárri áferð og skartar einkennismerki Loop, L-inu fyrir miðju. Á hinni hlið hjólsins má lesa út bókstafinn Q, enda ber hjólið nafnið Loop Q.

Bremsubúnaðurinn er úthugsaður, ákaflega þýður og er auk þess algjörlega lokaður. Spólan er V-laga til þess að gera notkun hjólsins liprari en ekki síður til að draga úr línuminni.

Loop Q er fáanlegt í fjórum stærðum: 4/6 fyrir léttar einhendur, 6/8 fyrir einhendur í lax og silung, 7/9 fyrir stærri einhendur og switch-stangir og loks 8/11 fyrir tvíhendur.

Frábær hjól á enn betra verði.
Athugið: auka spólur eru nú fáanlegar í öll Loop Q fluguveiðihjólin.