Loop Opti Rapid í Arctic Blue litnum færir hjólinu nýjan, bjartan bláan blæ sem minnir á kaldar fjallár og skarpt loft norðursins. Þetta er fjölhæft fluguhjól sem hentar bæði í bleikju, urriða, sjóbirting og lax – hjól sem leysir nær öll verk. Rapid nýtur sín best á einhendur í línuþyngdum #6–8, en er jafnframt frábært á léttar switch-stangir þar sem jafnvægi og sveigjanleiki skipta máli. Þrátt fyrir mikinn styrk vegur það aðeins 210 grömm og er því létt í hönd en sterkt í notkun.
Líkt og önnur hjól í Opti-línunni er Rapid breiðkjarna með einkennandi V-laga spólu sem tryggir hraða og skilvirka línuinntöku. V-laga hönnunin stuðlar að jafnari legu línunnar og dregur úr hættu á línuminni – atriði sem veiðimenn kunna vel að meta þegar aðstæður breytast hratt.
Hjartað í Rapid er Power Matrix Drag System, eitt það áreiðanlegasta og öflugasta bremsukerfi sem völ er á í fluguhjólum. Bremsan er mjúk og jöfn í átaki, fullkomlega stillanleg og varin með vatnsheldum og tæringarþolnum íhlutum sem skila ótrúlegri endingu. Hjólið er smíðað úr hágæða áli ásamt ryðfríum og sérmeðhöndluðum hlutum sem halda styrknum árum saman.
Guideline Fario LW Bronze 6/8 










