Laxá 3.0 eru afar léttir og þægilegir vöðluskór. Botn skónna er úr gúmmíefni með tungsten nöglum sem gefa gott grip. Vöðluskórnir eru með endurhannaðan miðsóla til aukins stuðning á löngum veiðidögum.
Innra efni skónna er úr einskonar frauði sem dregur lítið vatn í sig og tryggir þannig að skórnir haldist ávallt léttir. Sérstakt styrkingarlag er bæði á tá- og hælsvæði sem bætir styrk skónna og stífleika. Þeir halda því lögun sinni vel, jafnvel þótt vaðið sé djúpt eða í miklum straumi. Að auki veitir styrkingin meiri þægindi og hlýju þar sem minni þrýstingur myndast á tærnar.
Neðri hluti vöðluskónna er sérstaklega styrktur með gúmmíi til að standast álagið þegar vaðið er innan um hvöss grjót. Einkar þægilegt er að fara í og úr skónum og þá má herða að vild.