Guideline ULS Hybrid 10′ #8

> Kraftaprik í laxinn
> Fyrir allar flugugerðir
> Frábær nýjung frá Guideline
> Vegur 132 gr. – línuþyngd 19-21 gr.

69.900kr.

Vara uppseld

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

ULS Hybrid eru nýjustu stangirnar frá Guideline. Þessar stangir eru einhendur sem virka í raun eins og litlar switch-stangir. Þær eru virkilega léttar, það er einstaklega skemmtilegt að kasta þeim og allt án nokkurrar áreynslu. Unnt er að kasta stöngunum sem hefðbundinni einhendu eða nota kasttækni tvíhendu.

ULS Hybrid stangirnar nýtast í alla veiði, hvort sem er í vatnaveiði eða í straumvatn, þegar kastað er fyrir silung eða lax. Stangirnar eru með djúpa en öfluga hleðslu og fyrirgefa þær kastmistök ótrúlega vel. ULS ráða við allar gerðir flugna, hvort heldur smáar silungaflugur eða stórar laxatúpur.

Stangirnar njóta sín best með stuttum skothausum, s.s. ULS-línunum, sem eru í raun hannaðar fyrir stangirnar, Ultra Compact, Bullet eða öðrum sambærilegum línum. Stangirnar eru allar 10 fet og í fjórum hlutum, þeim fylgir stangarhólkur og stangarpoki.

Magnaðar stangir frá Guideline!