Stoked 9′ #5 er tilvalin einhenda fyrir fjölbreytta silungsveiði og hentar jafnt fyrir þurrflugur, púpur og léttar straumflugur. Hún sérlega hentug fyrir byrjendur í fluguveiði sem vilja ná góðum tökum á kastinu. Þrátt fyrir að vera á viðráðanlegu verði eru gæði og frammistaða í fyrirrúmi, sem gerir stöngina að frábærum kosti fyrir þá sem vilja áreiðanlegan búnað án þess að kosta of miklu.
Stoked flugustangirnar frá Guideline setja ný viðmið fyrir byrjendastangir með öflugri frammistöðu á viðráðanlegu verði. Þessar stangir eru hannaðar með nýjustu efnum og framleiðslutækni, sem gerir þær léttar, næmar og auðveldar í notkun. Með miðlungs-hraða og stöðugum toppi fyrirgefa þær kastmistök, sem auðvelda nýliðum að ná góðum tökum á kastinu.
Helstu eiginleikar:
- Sveigja: Miðlungs-hröð með næmum og stöðugum toppi, sem veitir góða tilfinningu og auðveldar tengingu við stöngina í öllum tegundum kasta.
- Umhverfisvæn hönnun: Stangirnar eru framleiddar með vistvænum íhlutum og ferlum, svipað og í Elevation seríunni.
- Útlit: Stangardúkurinn er í hálfgegnsæjum ólífugrænum lit með örlitlum málmflögum, sem gefur stönginni glæsilegt yfirbragð.
- Handföng: Nýtt og endurbætt full wells handfang án gúmmíkorks, sem dregur úr notkun epoxý-resína og bætir tilfinningu í gripi.
- Lykkjur: Stangirnar eru búnar léttum, harðkrómuðum lykkjum sem tryggja hnökralaust línuflæði.
- Umhverfisvænni umbúðir: Stangarpoki og stangarhólkur eru úr endurunnum REPREVE pólýester og endurvinnanlegu pólýprópýleni (PP), sem gerir hann léttari og með 20% minna þvermál en hefðbundnir PVC hólkar, sem sparar pláss og minnkar flutningskostnað.