Þessi 12′ #7/8 tvíhenda er létt og meðfærileg stöng sem hentar vel fyrir litlar til meðalstórar ár. Hún veitir nægilegan kraft til að takast á við stærri fiska og styður fjölbreyttar línur og kaststíla. Stoked tvíhendur eru hannaðar til að færa byrjendum í fluguveiði nýja vídd í frammistöðu. Þessar stangir sameina nýjustu efni og framleiðslutækni með umhverfisvænum íhlutum, sem gerir þær að frábæru vali fyrir þá sem vilja áreiðanlega stöng með góðum eiginleikum.
Stoked tvíhendur eru hannaðar til að mæta þörfum nútíma fluguveiðimanna sem leita að gæða stöngum með minni áhrifum á náttúruna, án þess að fórna frammistöðu eða endingu. Þær bjóða upp á góða veiðiupplifun og eru frábær kostur fyrir veiðimenn sem vilja áreiðanlega og hagkvæma tvíhendu.
Helstu eiginleikar:
- Stoked stangirnar er miðlungs hraðar með fyrirgefandi sveigju – Þeim er auðvelt að kasta, en uppbygging þeirra dregur úr áhrifum byrjendamistaka og veitir góða tilfinningu í kastinu.
- Umhverfisvæn hönnun – PVD-húðaðar lykkjur í gráum lit ásamt endurunnu REPREVE pólýester í stangarhólki.
- Nýjustu efni og framleiðslutækni – léttar, næmar og með eiginleika sem venjulega fást í mun dýrari stöngum.