Guideline LPX Coastal 9′ #8

> Frábær við krefjandi aðstæður og í stóra fiska
> Hentar í sjóbirtingsveiði í ám og saltvatnsveiðar
> Er fremur hröð og ræður við þungar línur
> Vegur 95 gr. – línuþyngd 19-21 gr.

75.900kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

LPX Coastal eru framleiddar úr nýjum efnum þar sem höfuðáhersla er lögð á umhverfisvernd. Stangirnar eru hannaðar til að kasta straumflugum við erfiðar aðstæður. Á Íslandi nýtast þær við krefjandi aðstæður til veiða á staðbundnum urriða og sjóbirtingi. Með nýrri stangartækni nær Guideline nú að bjóða lengri stangir í slíka veiði með sömu tilfinningu og þær styttri búa yfir.

Með nýjum efnasamsetningum og koltrefjauppsetningu er toppur stanganna hafður einstaklega léttur. Slík uppbygging gerir það að verkum að stöngin getur verið lengri og um leið viðhaldið mikilli hröðun í gegnum kastið. Stangardúkurinn er eðlisléttur sem dregur úr þreytu í úlnliðum og er tilfinningin eins og þegar 9 feta stöng er kastað. Munurinn er þó sá að unnt er að kasta lengra með þessum nýju stöngum. Þetta er meginástæða þess að LPX Coastal eru 9,3 fet að lengd í línuþyngdum 5-7. Aukin lengd veitir betri línustjórnun í fluguköstunum, sérstaklega þegar vaðið er. Stangirnar verða ekki fyrir meiri áhrifum sökum vinds en hefðbundnar 9 feta stangir. Það er hinsvegar meira mál að þvinga stangir í gegnum vindinn þegar þær ná 10 fetum að lengd og verða framþyngri.

LPX Coastal stangarlínan er afrakstur þriggja ára rannsókna við að finna lausn sem sameinar afkastagetu og „græna tækni“ í öllum hlutum stanganna. C.A.P tæknin er með flóknu áslægu mynstri, CAP (e. Complex Axial Pattern) sem parað er við einátta koltrefjauppbyggingu. Með tækninni eru koltrefjalög lögð upp í mismunandi horn hvert á annað til að hámarka styrk og stöðugleika í allar áttir. Í einátta óofnu koltrefjamynstri liggja allar trefjarnar í einni samsíða stefnu, sem tryggir hámarksstyrk stangardúksins. Þetta skilar sér í stórkostlegri frammistöðu og styrk en um leið ótrúlega lágri þyngd stanganna.